Vatnavefsjá
Uppspretta upplýsinga um vatnamál á Íslandi
Upplýsingar um vatn á einfaldan, aðgengilegan og skilvirkan hátt. Til dæmis upplýsingar um ástand vatns, umhverfismarkmið, álag og aðgerðir til að bæta ástandið sé þess þörf.
Afmörkuð vatnshlot
Vatnshlot með flokkun gott eða mjög gott
km
Lengsta á: Þjórsá
L/dag
Meðal vatnsnotkun á mann
Uppsprettur neysluvatns

Upplýsingar um vatn á Íslandi
Vatn er forsenda alls lífs á jörðinni, því allt líf þarf á vatni að halda. Vatn kemur við sögu á hverjum degi í mismunandi birtingarmyndum, allt frá kaffibollanum á morgnanna til ýmiskonar notkunar tengdum iðnaði og framleiðslu.
Um vatnÁlag á vatn getur verið af ýmsum toga og haft marvíslegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar. Umsvif manna geta valdið álagi á ferskvatn og strandsjó t.d álag frá þéttbýli og má þar helst nefna álag vegna fráveitu og ýmiskonar efnamengun.
ÁlagÞegar rignir sem mest hér á Íslandi getur verið auðvelt að gleyma því að það eru ekki allir jafnheppnir og við Íslendingar, sem eigum nóg af fersku neysluvatni. En staðreyndin er sú að daglega deyja þúsundir manna í heiminum úr sjúkdómum sem tengjast skorti á vatni og hreinlæti.
Gott vatnVatn er ein af undirstöðum lífs á jörðinni og kemur fyrir á þrennskonar formi: fljótandi, frosið eða sem gufa. Vatn er í stöðugri hringrás um jörðina en í sinni einföldustu mynd þá gufar það upp frá sjó eða landi við hita og berst inn yfir land eða sjó þar sem það þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjókoma.
HringrásVegna athafna manna á landi og á sjó lenda ýmis efni (náttúruleg efni og gerviefni) í hafinu og geta sum þessara efna verið hættuleg umhverfi sjávar.
MengunFráveituvatn er vatn sem við höfum nýtt til að baða okkur, elda mat, sturta niður í klósettin, þvo bíla, föt og ýmislegt annað. Notkunin veldur því að alls konar efni s.s. úrgangur frá fólki, matarleifar, olíur, sápur, hreinsiefni, málmar og jafnvel hættuleg efni blandast í annars hreint vatn.
FráveituvatnHreinleiki sjávar er Íslandi afar mikilvægur og strandhreinsanir eiga þátt í að halda hafinu hreinu. Strandlengjan er um 5000 km að lengd og er þetta tilraun til þess að hreinsa hana með kerfisbundnum hætti.
StrandhreinsunPlastmengun er eitt af stærstu umhverfisvandamálum samtímans. Árlega enda milljónir tonna af plasti í hafinu, með alvarlegum afleiðingum fyrir náttúruna, dýralífið og heilsu mannfólks. Til að bregðast við þessu vandamáli er ekki bara nauðsynlegt að draga úr plastnotkun heldur einnig að fylgjast með og vakta umfang og dreifingu plastúrgangs.
Plastmengun