Hvað er LIFE Icewater

Verkefnið LIFE Icewater hlaut 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.

LIFE Icewater er ætlað að auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi, að tryggja fumlausa og samhæfða stjórnsýslu í vatnamálum, bæta vatnsgæði, svo sem með úrbótum á fráveitu og hreinsun fráveituvatns, og að fræða almenning og hagaðila um mikilvægi vatns.

Með verkefninu gefst tækifæri til nýsköpunar í stjórnsýslunni með þverfaglegu samstarfi ýmissa aðila, en verkefnið er unnið ásamt 21 íslenskum samstarfsaðilum úr röðum sveitarfélaga og hinna ýmsu stofnana.

Styrkurinn er einn sá stærsti sem Ísland hefur fengið. Umfang verkefnanna sem samstarfshópurinn hefur sett saman er samtals 5,8 milljarðar króna en LIFE-áætlun Evrópusambandsins styrkir verkefnið um 60%.

Verkefnunum er skipt upp í sjö hluta og verða unnin á árunum 2025 til 2030.

Markmið verkefnisins eru

Auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi 

Dæmi um aðgerðir:

Kortleggja, meta og skrá vatnshlot um land allt, með áherslu á grunnvatn og yfirborðsvatn.

Safna saman og miðla upplýsingum frá rannsóknum.

Þróa gagnagrunna.

Tryggja fumlausa og samhæfða stjórnsýslu þegar kemur að vatnamálum 

Dæmi um aðgerðir:

Skilgreina hlutverk og ábyrgð ríkisstofnana, sveitarfélaga og vatnsveitna.

Stofna verkefnahópa og samráðsvettvanga milli aðila sem vinna með vatn.

Sameina verklag fyrir leyfisveitingar og eftirlit með vatnsnýtingu.

Uppfæra verklagsreglur og ferla samkvæmt vatnatilskipun Evrópusambandsins.

Bæta vatnsgæði, til dæmis með úrbótum í fráveitu og hreinsun á fráveituvatni 

Dæmi um aðgerðir:

Endurnýja fráveitukerfi þar sem ómeðhöndlað skólp fer út í náttúruna.

Hvetja til notkunnar blágrænna kerfa í skipulagi sveitarfélaga.

Setja upp og bæta hreinsistöðvar fyrir fráveituvatn í smærri sveitarfélögum.

Mæla reglulega gæði frárennslis og birta niðurstöður.

Vakta og gera úttekt á áhrifum fráveitu á viðkvæm vatnshlot.

Koma í veg fyrir að yfirborðsvatn mengist frá iðnaði eða landbúnaði.

Fræða almenning og hagaðila um mikilvægi vatns  

Dæmi um aðgerðir:

Halda fræðslu- og kynningarfundi.

Fara af stað með upplýsingaherferðir.

Gerð námsefnis um vatn fyrir grunnskóla.

Setja upp fræðsluskilti á framkvæmdarstöðum verkefnis.

Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu

Taktu þátt í vegferðinni!

Hér getur þú skráð þig á póstlistann. Við sendum þér fréttir frá því helsta sem er að gerast í Icewater verkefninu.

Skrifstofa

Suðurlandsbraut 24

Sími

+354 569 6000

Netfang

icewater@uos.is

Icewater