Ísland innleiddi Vatnatilskipun Evrópusambandsins formlega árið 2008, og lögfesti hana með lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Tilskipunin setur fram sameiginleg viðmið fyrir ríki Evrópu varðandi hvernig standa skuli að vatnsstjórnun.

Vatnatilskipun miðar að verndun, eflingu og sjálfbærri nýtingu vatnsauðlinda í Evrópu.

Samþætting gagna, samstarfsvettvangur og kerfisbundin gagnaskil.

Áætlanir vegna stjórnunar á sviði vatnafræði, vatna og vatnsfalla.

Gerð viðmóts og miðlun gagna til almennings og hagsmunaaðila.

Rafræn gagnaskil inn í WISE kerfið (Water Information System for Europe).

Tenging gagna við skýrslur til Evrópusambandsins.

Vatnaáætlun felur í sér heildstæða stefnu stjórnvalda um verndun vatnsauðlindarinnar og byggir meðal annars á kortlagningu gagna, flokkun og greiningu á ástandi vatns og eiginleikum þess, auk vöktunar og aðgerða til að ná góðu ástandi vatns.

Árið 2011 var rammatilskipun Evrópusambandsins um verndun vatns (vatnatilskipun 2000/60/EB) innleidd með nýjum lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.

Í kjölfarið fylgdu tvær reglugerðir, nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun og nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

Frekari upplýsingar um innleiðingu lagana, fyrirkomulag og allt ítarefni s.s.birtar skýrslur fagstofnanna er að finna hér

Taktu þátt í vegferðinni!

Hér getur þú skráð þig á póstlistann. Við sendum þér fréttir frá því helsta sem er að gerast í Icewater verkefninu.

Skrifstofa

Suðurlandsbraut 24

Sími

+354 569 6000

Netfang

icewater@uos.is

Icewater