Vatnið er okkar sameiginlega auðlind
LIFE Icewater
Um verkefnið
Markmið
LIFE Icewater er ætlað að:
Auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi
Tryggja fumlausa og samhæfða stjórnsýslu þegar kemur að vatnamálum
Bæta vatnsgæði, til dæmis með úrbótum í fráveitu og hreinsun á fráveituvatni
Fræða almenning og hagaðila um mikilvægi vatns
Hvað skoðum við í verkefninu?
Hvernig vatn berst í gegnum jörðina
Hvort mengun finnist í vatni og hvernig hana má hreinsa
Hvernig við getum verndað vatnið betur
Hvernig við getum talað saman um mikilvægi vatns
Þetta snýst um að vernda sameiginlegar auðlindir, tryggja framtíðarsýn fyrir vatnamál á Íslandi og virkja samfélagið í heild.
Vatnavefsjá
Samstarfsaðilar
Það eru 22 samstarfsaðilar í verkefninu
9 Stofnanir og ráðuneyti
6 Sveitarfélög
4 Veitnafélög
3 Fyrirtæki
Um samstarfsaðilaHvað getur þú gert?
Þú getur tekið þátt – og gert gæfumun - til dæmis með því að:
Ganga vel um náttúruna
Fara vel með vatn – ekki sóa því
Fræða aðra um mikilvægi vatnsins
Saman tryggjum við hreina framtíð
Við erum öll tengd vatninu – og framtíð vatns á Íslandi er í okkar höndum. Tökum ábyrgð í dag – fyrir þau sem koma á eftir okkur.
Skráðu þig á póstlistannFréttir og viðburðir
Skoðaðu allar fréttir
12 júní 2025
Samstarf við Fóðurblönduna um tilraunir með fræblöndur í Grundarfirði

12 júní 2025
Icewater verkefnið hafið

12 júní 2025
Umhverfisstofnun ásamt samstarfsaðilum hlýtur 3,5 milljarða króna styrk úr LIFE

12 júní 2025
LIFE ICEWATER verkefnið hlýtur 3,5 milljarða styrk frá Evrópusambandinu

12 júní 2025
3.5 milljarða styrkur til að tryggja vatnsgæði á Íslandi
Hvað er LIFE Icewater?
LIFE Icewater er verkefni sem hlaut 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Verkefninu er ætlað að auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi, að tryggja fumlausa og samhæfða stjórnsýslu í vatnamálum, bæta vatnsgæði, svo sem með úrbótum á fráveitu og hreinsun fráveituvatns, og að fræða almenning og hagaðila um mikilvægi vatns.
Með verkefninu gefst tækifæri til nýsköpunar í stjórnsýslunni með þverfaglegu samstarfi ýmissa aðila, en verkefnið er unnið ásamt 21 íslenskum samstarfsaðilum úr röðum sveitarfélaga og hinna ýmsu stofnana. Verkefnið er leitt af Umhverfis- og orkustofnun.
Styrkurinn er einn sá stærsti sem Ísland hefur fengið. Umfang verkefnanna sem samstarfshópurinn hefur sett saman er samtals 5,8 milljarðar króna en LIFE-áætlun Evrópusambandsins styrkir verkefnið um 60%.
Verkefnunum er skipt upp í sjö hluta og verða unnin á árunum 2025 til 2030.
Frekari upplýsingarIcewater er styrkt af LIFE-áætlun Evrópusambandsins
Ísland tekur þátt í LIFE-áætlun Evrópusambandsins, samkeppnissjóði ESB sem hefur fjármagnað verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992.
Með þátttöku Íslands í áætluninni gefst ólíkum aðilum á Íslandi, s.s. sveitarfélögum, frjálsum félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum kostur á að sækja um styrki til umhverfisverkefna á sviði LIFE-áætlunarinnar. Auk þess er hægt að sækja um rekstrarstyrki til óhagnaðardrifinnar starfsemi félagasamtaka sem styður við markmið LIFE-áætlunarinnar.
Næsta tímabil áætlunarinnar tekur til áranna 2021-2027 en þá verður lögð áhersla á fjögur meginsvið, þ.e. náttúru og líffræðilega fjölbreytni, hringrásarhagkerfið og lífsgæði, loftslagsbreytingar - aðlögun og aðgerðir og orkuskipti. Alls eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á tímabilinu.


Vatnaáætlun 2022-2027
Víðtækt samráð og umsagnarferli
Í lögum um stjórn vatnamála er umfangsmikið samráð við hina ýmsu aðila innbyggt. Vatnaáætlun og fylgiskjöl hennar voru því unnin í samstarfi við ýmsa hagaðila í gegnum ráðgjafanefndir og aðra sem höfðu beina þátttöku í gerð hennar, til dæmis vatnasvæðanefndir, vatnaráð og fagstofnanir.
Vatnaáætlun

Vatnatilskipun
er rammatilskipun Evrópusambandsins sem miðar að verndun, eflingu og sjálfbærri nýtingu vatnsauðlinda í Evrópu. Meðal meginatriða eru:
Samþætting gagna
Samstarfsvettvangur
Vatnafræðilegar áætlanir
Lagarammi á Íslandi
Frekari upplýsingar hér