Vatn er ekki bara náttúruauðlind, það er grunnur trausts, samvinnu og framfara

LIFE ICEWATER tók þátt í IDRA Reykjavík Summit on Water and Climate Change, sem haldið var af International Desalination and Reuse Association (IDRA) dagana 13.–14. október. Á ráðstefnunni komu saman alþjóðlegir sérfræðingar, stefnumótendur og fulltrúar hins opinbera og atvinnulífsins til að ræða lausnir og stefnur í vatns- og loftslagsmálum.
LIFE ICEWATER tók þátt í pallborðsumræðum undir yfirskriftinni “Iceland’s Approach to Water Security and Sustainable Growth.”
Þar var fjallað um hvernig Ísland, þrátt fyrir ríkulegar vatnsauðlindir, stendur frammi fyrir nýjum áskorunum t.d. vegna loftslagsbreytinga, uppbyggingu og auknum kröfum um sjálfbærni.
Í pallborðinu tóku þátt fulltrúar frá Umhverfis- og orkustofnun, Landsvirkjun, Veðurstofu Íslands og Eimi, sem deildu sýn sinni á hvernig samvinna, nýsköpun og forvarnir geta tryggt örugga og sjálfbæra vatnsnýtingu til framtíðar.
LIFE ICEWATER verkefnið var kynnt sem dæmi um samvinnu þvert á samfélagið þar sem áhersla er lögð á að sameina vísindi, stjórnsýslu og atvinnulíf í sameiginlegum lausnum.
Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs stjórnaði pallborðs umræðum, erindi héldu Sverrir Aðalsteinn Jónsson, deildarstjóri leyfa og umsagna hjá Umhverfis- og orkustofnun og Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og umhverfismála hjá Landsvirkjun. Þátttakendur í pallborði voru Hildigunnur Þorsteinsson, forstjóri Veðurstofu Íslands og Karen Mist Kristjánsdóttir, sviðsstjóri orku og sjálfbærni hjá Eimi.
NÝLEGAR FRÉTTIR
SJÁ ALLAR1 júlí 2025
LIFE GoodWater IP heimsókn12 júní 2025
Grundarfjörður fóðurblandan12 júní 2025
Fyrsti verkefnafundur